- +

Alhliða marinering

Marinering
5 dl ab mjólk
1 stk rósmaríngrein
2 stk myntugrein
1 geiri af hvítlauk
1 tsk pipar
2 tsk salt

Aðferð:
Kryddjurtirnar eru pillaðar af greinum og saxaðar mjög smátt og blandað út í ab mjólkina.
Hvílaukurinn er skrældur og saxaður mjög smátt og blandað út í ab mjólkina. Þá er salti og pipar bætt í og öllu er hrært saman. Tilvalið er að nota þessa marineringu á lambið fyrir grillið. Lambinu er leyft að liggja í leginum í tvo tíma og mesta tekið af fyrir grillun.

Húsráð: Gott er að leggja hvítlauks geirana í vatn til að auðvelda skrælun.

Höfundur: Ungkokkar Klúbbur matreiðslumeistara