- +

Græn baunastappa

Innihald:
450 g frosnar grænar baunir
1½ dl rjómi eða matreiðslurjómi
sjávarsalt
svartur pipar
cayennepipar á hnífsoddi

Aðferð:

1. Setjið frosnar baunir og rjóma í pott. Látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið malla undir loki í 5 mínútur.

2. Maukið með töfrasprota eða setjið í matreiðsluvél eða blandara. Kryddið og smakkið til með pipar og salti.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir