- +

Fersk Mexíkó salsa ídýfa

Innihald:
1 stk. rauðlaukur, 1-2 stk.
450 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
1 dós mild salsasósa
5 stk. tómatar
1 stk. gúrka
1 stk. rauð paprika
½ stk. kálhaus

Aðferð:

Hafið tilbúið meðalstórt form fyrir ídýfuna. Takið utan af laukunum, skerið í grófa bita og setjið í matvinnsluvél. Hakkið laukinn þar til hann er orðinn fínsaxaður eða skerið smátt niður. Dreifið laukum jafnt og þétt í botninn á forminu. Setjið rjómaostinn í matvinnsluvél og hrærið þar til rjómaosturinn er orðinn mjúkur og sléttur. Setjið salsasósuna saman við og hrærið vel saman. Dreifið úr rjómaostablöndunni yfir rauðlaukinn og sléttið vel úr með sleif. Skerið tómatana niður til helminga og takið innan úr þeim. Skerið þá mjög smátt niður og dreifið jafnt og þétt yfir rjómaostablönduna. Því næst skerið þið gúrkuna og paprikuna smátt niður og dreifið jafnt og þétt yfir tómatana. Skerið kálið niður mjög smátt og dreifið jafnt og þétt yfir allt saman. Geymið ídýfuna inn í kæli þar til hún er borin fram. Ídýfan er einstaklega góð með nachos snakki ásamt kexi að vild.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir