- +

Bernaise-sósa

Innihald:
5 stk eggjarauður
500 g smjör
1 stk nautateningur eða annar kjötkraftur
2 msk bernaise essence
1 msk þurrkað estragon eða 2 msk ferskt
salt og pipar
safi úr hálfri sítrónu

Aðferð:

1. Bræðið smjörið með kjötkraftinum.
2. Takið af hitanum og leyfið aðeins að rjúka.
3. Setjið eggjarauðurnar í hitaþolna skál, stál eða gler.
4. Setjið vatn í pott, hleypið upp suðunni og lækkið svo alveg undir.
5. Leggið skálina ofan á pottinn, gætið þess að botninn snerti ekki vatnið og þeytið eggjarauðurnar þar til ljósar og léttar. Ég nota lítinn rafmagnshandþeytara.
6. Takið pottinn með skálinni af hitanum. Hellið smjörinu mjög rólega saman við eggin í mjórri bunu og þeytið stanslaust á meðan, þetta tekur um 5-7 mínútur.
7. Kryddið svo með estragoni og bernaise essence.
8. Smakkið til með sítrónu, salti og pipar.

Njótið!

Sósan geymist vel undir plastfilmu við stofuhita í 2-3 klst, borin fram stofuheit eða hituð rólega upp yfir vatnsbaði. 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir