- +

Sætar kartöflur með rósmarín og fetaosti

Innihald:
1 stk miðlungsstór eða stór sæt kartafla, skorin í teninga
olía
pipar, salt og rósmarín eftir smekk
100 g hreinn fetaostur frá Gott í matinn, minna eða meira eftir smekk

Aðferð:

Skrælið miðlungsstóra sæta kartöflu og skerið í tenginga.

Setjið í eldfast mót og dreifið olíu yfir ásamt pipar, salti og rósmarín eftir smekk.

Bakið við 200°C í 30-40 mínútur. Gott er að hræra tvisvar í kartöflunum á meðan þær eru í ofninum.

Myljið hreinan fetaost yfir kartöflurnar þegar þær eru tilbúnar og teknar úr ofninum.

Höfundur: Hafdís Magnúsdóttir