- +

Grillaðir kartöflubátar með sítrónu

Kartöflubátar
2 stórar bökunarkartöflur skornar í báta
1 msk. olía
1 stk. sítróna skorin í 8 báta
6 stk. hvítlauksrif
2 msk. söxuð steinselja og svartar ólífur (má sleppa)
½ krukka af Dalafeta að eigin vali frá MS

Aðferð:
Veltið kartöflunum upp úr olíunni og grillið við óbeinan hita í u.þ.b. 15 mín. Bætið sítrónu, hvítlauk og steinselju við og grillið í 10 mín. til viðbótar. Dreifið ostinum yfir og berið strax fram.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir