- +

Bakaðar sætar kartöflur með tómatmauki og sýrðum rjóma

Sætar kartöflur
pipar og salt
1 kg sætar kartöflur
3 msk. ólífuolía
1 tsk. kummin (má sleppa)

Tómatmauk
250 g tómatar, saxaðir
1 msk. rautt pestó
180 g sýrður rjómi frá Gott í matinn

Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Flysjið kartöflurnar og skerið þær í um 1 cm þykkar sneiðar. Blandið saman olíu, kummini, pipar og salti og veltið sneiðunum upp úr blöndunni. Raðið þeim á pappírsklædda bökunarplötu eða í eldfast mót og bakið í miðjum ofni í um 20 mínútur, eða þar til sneiðarnar eru meyrar og farnar að taka góðan lit. Setjið á meðan tómata og pestó í pott, kryddið með pipar og salti og látið malla í nokkrar mínútur. Setjið væna skeið af tómatsósu og sýrðum rjóma á hverja kartöflusneið. Berið fram með salati og brauði sem léttan hádegisverð eða sem meðlæti, t.d. með svínakjöti eða kjúklingi.

 

Höfundur: Nanna Rögnvaldsdóttir