Menu
Rjómalöguð tómatsúpa

Rjómalöguð tómatsúpa

Innihald

4 skammtar
Salt og nýmulinn svartur pipar
Laukur smátt skorinn
Hvítlaukur saxaður
Chilliduft
Smjör
Tómatpúrré
Dósir niðursoðnir tómatar
Kjúklingasoð (vatn og kraftur)
Matreiðslurjómi frá Gott í matinn
Hrein jógúrt frá Gott í matinn
Maisenamjöl
Ferskt basil saxað

Skref1

  • Mýkið laukinn, hvítlaukinn og chilliduftið í smjöri.

Skref2

  • Bætið við tómatpúrré og hrærið vel saman í um 2 mínútur.

Skref3

  • Bætið við niðursoðnum tómötum, lárviðarlaufi og kjúklingakrafti. Látið sjóða við vægan hita í um 10 mínútur.

Skref4

  • Bætið við matreiðslurjómanum.

Skref5

  • Bragðbætið með kjúklingakrafti, salti og svörtum pipar.

Skref6

  • Blandið saman 2 dl af jógúrt með maísenamjölinu og setjið saman við súpuna.
  • Gætið að því að súpan má ekki bullsjóða eftir að jógúrtið er komið í.

Skref7

  • Stráið basilíku yfir súpuna rétt áður en hún er borinn fram og setjið restina af jógúrtinni yfir súpuna.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson