- +

Tómatapítsa með rjómaostfylltri papriku

Innihald
klípa af salti
fersk basilíka til skreytingar
500 g pítsadeig
3 msk ólífuolía
1 msk steinselja eða origanó, fínsaxað
1 stk hvítlausrif, pressað (1-2 stk)
150 g pizzaostur, Gott í matinn frá MS
300 g litlir tómatar (kokteiltómatar) skornir í tvennt
2 msk rjómaostur, Gott í matinn frá MS
1 stk rauður chili, fínsaxaðaður
1 msk fínsöxuð basilíka
1 stk hvítlauksrif, pressað
½ stk löng rauð papríka

Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C á undirhita og blástur. Fletjið út pítsadeigið. Blandið saman í lítilli skál ólífuolíu, steinselju eða origanó og pressuðum hvítlauk. Smyrjið olíunni yfir pítsabotninn og dreifið pítsaostinum yfir. Raðið tómötum jafnt yfir pítsuna. Blandið saman rjómaosti, fínsöxuðum chili, basilíku, hvítlauk og salti saman. Fyllið paprikuna með ostinum og leggið ofan á miðja pítsuna. Stjið pístuna neðarlega í ofninn og bakið í 12-4 mínútur. Skreytið pítsuna með ferskri basilíku.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir