- +

Þunnbotna pizza með parmaskinku, klettasalati og fullt af osti

Innihald:
Tortillakökur
50 gr smjör
3 stk. hvítlauksrif
Parmesan
5 stk. kirsuberjatómatar
Klettasalat eftir smekk
Parmaskinka
Pizzaostur
Mozzarella

Aðferð:

Útbúið hring úr álpappírnum og smyrjið smá ólífuolíu undir tortilla botninn. 

Bræðið smjör í potti og kreisti hvítlaukinn út í.

Hvítlaukssmjörinu er pennslað yfir allan tortilla botninn og því næst er rifnum parmesan osti stráð yfir.

Raðið klettasalati og tómötum á pizzuna, síðan parmaskinku, Pizzaosti, ferskum Mozzarella og meira af rifnum parmesan.

Setjið pizzuna inn í ofninn á 180° þangað til hliðarnar verða aðeins stökkar. Bætið við aðeins meira af klettasalati þegar þið berið pizzuna fram.

 

 

 

Höfundur: Tinna Alavis