- +

Spínat pizzabotn

Spínat pizzabotn:
2 góðar lúkur ferskt spínat, rífið stilka frá
1 stk. egg
100 g rifinn ostur frá Gott í matinn
pizzakrydd og hvítlaukskrydd eftir smekk

Álegg:
sykurlaus pizzasósa, beikon, rjómaostur, rifinn ostur, pipar og karamelliseraður laukur

Karamelliseraður laukur:
1 stk. laukur
2 msk. smjör
1 msk. Fibersirup Gold eða Sukrin Gold (má sleppa, en gefur gott bragð)

Aðferð:

Skolið spínat undir köldu vatni. Setjið það síðan í blandara eða matvinnsluvél ásamt eggi og maukið.
Spínatið á að verða að vökva.
Bætið við ostinum og blandið smá í viðbót ásamt kryddum.
Penslið bökunarpappír með olíu.
Dreifið úr botninum á bökunarpappírinn svo úr verði um 12" botn.
Til að gera botn sem þekur heila ofnplötu er uppskriftin einfaldlega tvöfölduð.
Best er að nota hendurnar og gera þetta varlega.
Setjið botninn inn í ofn á 200 gráður og bakið í 12-15 mínútur eða þar til aðeins gylltur.


Vissulega má setja hvaða álegg sem er ofan á en í þessari uppskrift er beikon, karamelliseraður laukur, rjómaostur og smá pipar.

 

Steikið beikon þar til tilbúið. Setjið á disk með eldhúspappír á meðan laukurinn er útbúinn
Setjið á pizzuna sykurlausa pizzusósu.
Því næst fer rifinn ostur yfir og bætið svo lauknum, beikoni, rjómaosti og smá pipar við og í lokin er smá af rifnum osti dreift yfir.
Bakið þar til osturinn er gylltur.

Karamelliseraður laukur

Skerið 1 lauk niður. Setjið 2 msk. af smjöri á pönnuna sem notuð var til að steikja beikonið. Ekki þrífa pönnuna á milli. Setjið laukinn út á og piprið örlítið. Lækkið hitann vel niður og látið malla með lokinu á í 20-30 mínútur. Hrærið reglulega í lauknum. Í lokin bætið þið við 1 msk. af Fibersirup Gold eða Sukrin Gold og blandið við (má sleppa, en gefur gott bragð). 

 

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir