Saltfiskpítsa með léttsöltuðum þorskhnakka og salsa-sósu
Einfalt
- +

Saltfiskpítsa með léttsöltuðum þorskhnakka og salsa-sósu

Innihald:
1 stk Wewalka pítsubotn að eigin vali
300 g léttsaltaður þorskhnakki
4 dl salsa-sósa (4-5 dl)
300 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
2½ dl svartar ólífur, gróft skornar
100 g rifinn parmesanostur, t.d. Grana Padano
nachos flögur (má sleppa)

Léttsaltaður þorskhnakki, pækill:
1 dl salt
2 l vatn
1 kg þorskhnakkar

Aðferð:

Hitið ofn í 200°C á blæstri. Smyrjið salsa-sósunni á pítsubotninn, skerið fiskinn í þunnar sneiðar, þerrið þær vel og dreifið á botninn ásamt ólífum. Búið til litlar kúlur úr rjómaostinum og dreifið yfir og loks parmesan-ostinum. Bakið í 18-20 mín. Dreifið nachos-flögum yfir ef vill.

 

Léttsaltaður þorskhnakki, pækill:

Athugið, aðferðin er miðuð við 1 kg af fiski en einungis þarf 300 g á eina pítsu, en léttsaltaðir þorskhnakkar eru lostæti svo það ætti ekki að vera vandamál að nota þá. Sjóðið vatnið og setjið í fötu eða stórt ílát, setjið saltið út í og látið það alveg leysast upp og kólna. Leggið fiskinn í pækilinn og setjið í kæli í 2 sólarhringa, þannig verður söltunin jöfn. 

Ef ekki gefst tími til að salta fiskinn heima fyrir má kaupa hann léttsaltaðan í mörgum fiskbúðum.

 

*Þessi pítsa lenti í 3. sæti í pítsukeppni Gestgjafans, Gott í matinn og Wewalka í nóvember 2016. Að mati dómnefndar er hér um mjög áhugavert álegg að ræða og pítsan er bragðmikil og góða. Salsa sósan er góð tilbreyting og passar vel með saltfiskinum og ólífunum, svo úr varð skemmtilegur bræðingur.

Höfundur: Júlíus Júlíusson