- +

Pizza með skinku og pepperóní

Pizzadeig:
10 dl hveiti
1 poki þurrger
2 tsk. salt
4 dl volgt vatn
3 msk. matarolía

Álegg
Rifinn heimilisostur
Skinka
Pepperóní
Paprika
Sveppir
Pizzasósa

Aðferð:
  1. Þurrefnin hrærð saman og volgu vatni og matarolíu blandað saman við.
  2. Hrært með króknum þar til falleg kúla hefur myndast.
  3. Spreyið stóra skál með matarolíu, veltið deiginu upp úr, plastið og leyfið að hefast í 1 klst.
  4. Skiptið deiginu niður í 3-5 pizzur eftir því hversu stórar þið viljið hafa þær og fletjið þunnt út.
  5. Smyrjið með pizzasósu, stráið rifnum osti yfir botninn, raðið álegginu á og stráið smá osti yfir aftur í lokin.
  6. Bakið við 220°C í 12-15 mínútur.

 

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir