- +

Pizza með mozzarellaosti og camembert

Pizzabotn
½ poki ger
½ tsk sykur
280 ml volgt vatn (280-300 ml)
200 gr af próteinauðugu brauðhveiti
50 gr durum hveiti (má sleppa og setja brauðhveiti í staðinn)
1 tsk salt

Pizzafylling
góð ólífuolía
salt og svartur pipiar
150 ml pizzasósa
100 gr pizzaostur eða annar rifinn ostur
2 tómatar skornir í sneiðar
1 camembert ostur, skorinn í 8 sneiðar
12 stk litlar mozzarella kúlur
½ poki klettasalat
4 sneiðar hráskinka eða önnur skinka
10 basilíkulauf

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C með blæstri og undirhita. Fletjið pizzadeigið þunnt út. Setjið pizzasósuna yfir. Stráið pizzaostinum yfir botninn. Raðið tómatsneiðum og camembert-sneiðum sitt á hvað allan hringinn á pizzunni og setjið eina tómatsneið í miðjuna. Raðið litlu mozzarella-ostunum á tómatsneiðarnar, einum osti á hverja sneið. Bakið pizzuna í 12–15 mínútur. Dreifið basilíku, klettasalati, skinku, og slatta af ólífuolíu yfir bakaða pizzuna. Saltið og piprið eftir smekk. Berið strax fram.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir