- +

Pizza með mascarponeosti, sýrðum rjóma, hráskinku og bláberjum

Botn:
1½ dl ylvolgt vatn
1¼ tsk þurrger
sykur á hnífsoddi
½ msk ólífuolía
3 dl hveiti eða eins og þurfa þykir
½ tsk sjávarsalt

Álegg
100 g mascarpone rjómaostur við stofuhita
2 msk sýrður rjómi
100 g bláber
hráskinka eftir smekk
1 tsk ferskt timjan (1-2 tsk)
smá af rifnum sítrónuberki, má sleppa
balsamiksíróp eftir smekk, má sleppa

Aðferð:

1. Leysið gerið upp í vatninu. Setjið sykur og olíu saman við. Hrærið.

2. Setjið salt og hveitið saman við, smátt og smátt eða þar til þið eruð komið með viðráðanlegt deig. Hnoðið góða stund og látið síðan hefðast í hreinni skál. Hyljið með viskustykki og látið hefast á hlýjum stað í 30 mínútur.

3. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið út í tvo renninga eða hringi.

4. Hrærið saman mascarponeost og sýrðan rjóma. Smyrjið á botnana. Sáldrið bláberjum yfir. Stillið ofninn á 200° og bakið í u.þ.b. 15 mínútur.

5. Dreifið hráskinku og fersku timjan yfir, sömuleiðis sítrónuberki og smá skvettu af balsamiksírópi ef þið kjósið.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir