- +

Pizza með Ísbúa, mascarponeosti og blómkáli

Pizzadeig
2½ dl ylvolgt vatn
1 msk þurrger
1 tsk Maldonsalt
1 tsk sykur
1 msk ólífuolía
brauðhveiti eins og þurfa þykir eða heilhveiti og hveiti til helminga

Álegg
1 kg blómkál, skorið í lítil knippi
6 stk. rósmaríngreinar
⅔ dl ólífuolía
Maldonsalt og svartur pipar
1 box mascarponeostur
250 gr Ísbúi, skorinn í sneiðar með ostaskera

Aðferð:

Stillið ofn á 200°C. Hrærið saman vatni, þurrgeri, salti, sykri og ólífuolíu í skál og látið freyða. Setjið hveitið smátt og smátt út í eða þar til deigið er orðið mjúkt og óklístrað og hnoðið síðan í stutta stund. Skiptið deiginu í tvennt og látið hefast undir rökum klút í 30 mínútur.

Setjið hvíta og ferska blómkálsknúppana í eldfast mót og hellið ólífuolíu yfir. Saltið ágætlega og piprið, og leggið síðan rósmaríngreinar yfir. Bakið í ofninum í 15 mínútur. Sneiðið Ísbúa ostinn niður í sneiðar. Penslið bökunarpappír með ólífuolíu og fletjið deigin tvö út í ferhyrninga. Heppileg stærð er u.þ.b. 20x30 cm stærðin skiptir litlu máli þegar bragðið er gott. Að því búnu er mascarponeostinum smurt á botnana og blómkálið ásamt rósmaríninu lagt þar ofan á. Að lokum eru Ísbúa sneiðarnar lagðar ofan á.

Bakið við 200°C í 20 mínútur, en bræddur Ísbúi og stökkt blómkál er sérstaklega góð samsetning.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir