- +

Pizza með bökuðu grænmeti, fetaosti og gráðaosti

Pizzadeig
½ poki ger
½ tsk sykur
280 ml volg vatn (280-300 ml)
200 gr af brauðhveiti (próteinauðugu)
50 gr durum hveiti (má sleppa en bæta þá við 50 gr af brauðhveitinu)
1 tsk salt

Pizzafylling
smá af olíunni af fetaostinum
salt og svartur pipar
150 ml pizzasósa
2 msk gráðaostur, mulinn eða rifinn (1-2 msk)
1 meðalstór sæt kartafla skorin í 1 cm bita
2 paprikur (gul og rauð)
1 kúrbítur skorinn í sneiðar
1 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
1 krukka fetaostur í olíu
10 basilikulauf
2 msk balsamedik

Aðferð:

Hitið bakaraofninn í 200°C með blæstri og undirhita. Skerið niður sætu kartöfluna, paprikuna, kúrbítinn og rauðlaukinn. Hellið 1/4 af olíunni af fetaostinum yfir grænmetið og bakið í 20 mínútur. Hrærið einu sinni í grænmetinu á meðan það er að bakast. Fletjið pizzadeigið þunnt út, setjið pizzasósuna yfir. Setjið gráðaost og pizzaost yfir sósuna. Takið bakaða grænmetið uppúr olíunni og dreifið yfir pizzuna. Stráið fetaostinum yfir. Bakið pizzuna í 12-15 mínútur. Dreifið basilikunni og balsamedikinu yfir bökuðu pizzuna. Saltið og piprið eftir smekk. Berið strax fram.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir