- +

Pizza með beikoni, sveppum, rjómaosti og klettasalati

Innihald
pizzadeig
klettasalat
100 g beikon í sneiðum
3 kúfaðar matskeiðar rautt pestó
100 g sveppir
150 g rjómaostur
150 g rifinn pizzaostur

Aðferð:

Kaupið tilbúið pizzudeig eða gerið ykkar eigin og setjið á pappírsklædda bökunarplötu.
Hitið ofninn í 230°C. Steikið beikonið á þurri pönnu þar til það er stökkt. Látið renna af því á eldhúspappír. Skerið sveppina í sneiðar. Smyrjið pestói á pizzubotninn. Raðið sveppum og beikonsneiðum ofan á. Dreifið klípum af rjómaosti yfir og stráið pizzaosti yfir allt saman. Bakið pizzuna í miðjum ofni í 8-10 mínútur, eða þar til osturinn hefur tekið góðan lit. Setjið handfylli af klettasalati ofan á um leið og hún er tekin úr ofninum.

Höfundur: Nanna Rögnvaldsdóttir