- +

Pizza bolognese

Innihald:
Pizzadeig, heimalagað eða tilbúið
Góð ólífuolía
Bolognese eða eldað hakk í hvaða mynd sem er
Rjómaostur frá Gott í matinn
Pizzaostur frá Gott í matinn
Mozzarella kúlur
Óreganó
Má bæta við Gráðaosti, Piparosti eða öðrum kryddostum ofan á pizzuna

Aðferð:

Hitið ofn í 220 gráður. Fletjið pizzadeigið út. Dreypið ólífuolíu yfir deigið. Stráið rifnum osti yfir deigið. Hitið hakkblönduna sem þið notið. Hrærið saman við hana vænni slettu af rjómaosti og látið bráðna vel. Dreifið úr hakkinu yfir pizzuna og rifna ostinn. Rífið litlu Mozzarella kúlurnar niður og yfir allt saman. Bætið fleiri ostum við ef þið kjósið svo. Stráið smá af oreganó yfir allt. Bakið þar til botninn er klár og ostarnir vel bráðnaðir. Berið fram.

Höfundur: Halla Bára og Gunnar