Menu
Mexíkósk pizza með naan brauði

Mexíkósk pizza með naan brauði

Skemmtileg útfærsla á pizzu þar sem naan brauð er notað í staðinn fyrir hefðbundinn pizzabotn. Það má að sjálfsögðu leika sér með þessa hugmynd og setja það sem manni dettur í hug ofan á brauðið.

Innihald

3 skammtar
naan brauð (t.d. með hvítlauk og kóríander)
kjúklingabringur
pizzaostur frá Gott í matinn
cayenne pipar
rauðlaukur
kirsuberjatómatar
avocado
sterk salsa sósa
sýrður rjómi frá Gott í matinn

Aðferð

  • Kjúklingurinn er eldaður með cayenne pipar eftir smekk, t.d. hægt að elda kjúklinginn á mínútugrilli, á pönnu eða í ofni.
  • Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann skorinn smátt og settur ofan á naan brauðið ásamt osti og inn í ofn í um 10-12 mínútur við 200 gráður.
  • Á meðan brauðið er inn í ofni er gott að skera niður avocado, rauðlauk og tómata.
  • Þegar brauðið er til fer grænmetið ofan á og toppað með sýrðum rjóma og sterkri salsa sósu.
  • Sniðugt er að setja sýrða rjómann í lítinn samlokupoka, klippa gat á eitt hornið og sprauta honum svo yfir pizzuna

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir