Menu
Mexíkópizza

Mexíkópizza

Hvort sem þú velur að búa til pizzadeigið eða kaupa það tilbúið verður þú ekki svikin/n af þessari mexíkósku veislu!

Innihald

2 skammtar

Pizzadeig

ger
sykur
volgt vatn (280-300 ml)
af prótínauðugu brauðhveiti
durum hveiti (má sleppa en bæta þá við 50 gr af brauðhveitinu)
salt

Pizzafylling

salsasósa (um 150 ml) -meðalsterk
rifinn mexíkóostur
maískorn
pepperóní (15-18 sneiðar)
piparostur rifinn niður eða 1 dós tilbúinn rifinn piparostur
rjómaostur til matargerðar
nachos, mulið yfir pizzuna þegar hún er fullbökuð
sýrður rjómi frá Gott í matinn (hálf dós)
kóríanderlauf

Skref1

  • Hitið ofninn í 200°C með blæstri og undirhita.
  • Setið salsasósuna yfir pizzabotninn og dreifið mexíkóostinum og maískorninu yfir sósuna.
  • Dreifið pepperóní jafnt yfir ásamt rifna piparostinum.
  • Að lokum er rjómaosturinn settur á pizzuna í smáklípum.

Skref2

  • Bakið pizzuna neðarlega í ofninum í 12–15 mínútur.
  • Þegar bakstri er lokið eru nachos-flögur muldar yfir pizzuna og sýrða rjómanum dreift yfir með teskeið.
  • Sáldrið kóríander yfir alla pizzuna að lokum.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir