- +

Ítölsk mozzarella pizza

Pizzadeig:
3 bollar hveiti
2 tsk. sykur
1¼ tsk. salt
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. hvítlauksduft (má sleppa)
1 tsk. laukduft (má sleppa)
1½ tsk. þurrger
1½ bolli volgt vatn
1 msk. ólífuolía (og meira til að velta deiginu upp úr)

Álegg:
Pizzasósa
Rifinn Pizzaostur frá Gott í matinn
Kirsuberjatómatar (skornir í tvennt)
1 dós Mozzarella perlur
Fersk basilika

Aðferð:

Þurrger blandað saman við volgt vatn.

Þurrefnum blandað saman og bætt við gerblönduna ásamt olíunni.

Hnoða vel og lengi í hrærivél eða með höndunum.

Mynduð kúla, sett í skál með skvettu af olíu og kúlunni velt upp úr olíunni.

Blautt og volgt viskastykki lagt yfir skálina og deigið látið hefast í 1 klst eða lengur.

 

Fletjið út pizzadeigið vel þunnt og leggið á pappírsklædda ofnplötu.

Á hvern botn fer pizzasósa, rifinn Pizzaostur og kirsuberjatómatar. Pizzan sett á pizzastein eða grind og á grillið. 

Þegar hún kemur rjúkandi heit af grillinu er Mozzarella perlum dreift yfir ásamt ferskri basiliku.