- +

Humarpítsa

Humarpítsa
1 dl hreinn fetaostur frá MS, skorinn í litla bita
½ stk. brie með hvítlauksrönd, skorinn í þunnar sneiðar
1 stk. pítsudeig frá Wewalka
2 msk. smjör
500 g humar
2 stk. hvítlauksgeirar, pressaðir (2-3 stk.)
1 dl fersk steinselja
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
2 msk. pítsusósa (2-4 msk.)
2 msk. sýrður rjómi 18% (2-4 msk.)
handfylli klettasalat
2 msk. pistasíuhnetur, gróft saxaðar (2-3 msk.)
ólífuolía til að dreypa yfir

Aðferð:

Hitið ofn í 220°C. Hitið smjör á pönnu og steikið humar, hvítlauk og steinselju í örstutta stund eða þar til humarinn byrjar að verða bleikur. Í raun er þessi steiking bara rétt til að koma kryddunum og smjörinu á hann. Bragðbætið með salti og pipar.

Hrærið saman pítsusósu og sýrðan rjóma og smyrjið á pítsudeigið. Raðið humrinum, fetaosti og hvítlauks-brie ofan á og bakið í 12-15 mín. Dreifið klettasalati, pistasíum og ólífuolíu yfir þegar pítsan er tekin úr ofninum.

 

*Þessi pítsa lenti í 1. sæti í pítsukeppni Gestgjafans, Gott í matinn og Wewalka í nóvember 2016. Dómnefndin var sammála um að þessi pítsa væri bragðgóð og góð undir tönn og pistasíuhneturnar setja punktinn svo sannarlega yfir i-ið. Sósan er milduð aðeins með sýrðum rjóma sem gerir pítsuna fínlega og passar hún því vel með safaríkum humrinum.

Höfundur: Heida Hrönn Björnsdóttir og Kristín Anna Tryggvadóttir