- +

Grilluð þriggja osta pizza með parmaskinku og chilli sultu

Innihald:
1 stk. tilbúinn stór pizzabotn
2 msk. ólífuolía
salt og pipar
þrjár tegundir af ostum, t.d. Óðals Tindur, Gullostur og blár Kastali
5 stk. sneiðar af parmaskinku
fersk basílika
chillisulta

Fullkominn réttur í grillveisluna eða hvaða veislu sem er. Einstaklega fljótlegur en mikill “vá-faktor” sem fylgir. Upplagt að velja þá osta sem manni þykja bestir. Best er að nota einn bragðmikinn ost eins og Óðsls Tind, Óðalsost eða sterkan Gouda, einn mildari hvítmygluost eins og Gullost og einn blámygluost, bláan Kastala eða gráðaost fyrir þá sem vilja fara alla leið. Fullkomin blanda!

 

Aðferð: 
Byrjið á að pensla pizzubotninn með ólífuolíu, kryddið með salti og pipar.

Setjið á grillið eða í 220 gráðu heitan ofn í 5 mínútur.

Skerið eða rífið ostana niður og dreifið ríkulega yfir botninn ásamt sneiðum af parmaskinku.

Bakið áfram í um 7-8 mínútur eða þar til ostarnir hafa bráðnað.

Toppið með fersku basil og chillisultu. 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir