- +

Grilluð spelt sumarpizza

Innihald
2 bollar spelt (t.d. helm. fínt og helm. gróft)
1 tsk lyftiduft
1 msk lyftiduft
½ msk basilkrydd
smá salt
1 bolli volgt vatn

Álegg
grænt pestó
mozzarella-kúlur, skornar í sneiðar
parmaskinka
tómatar
pipar
hvítlauksolía

Aðferð:

Hráefninu blandað fyrst í skál og vatninu síðan bætt út í og hnoðað.

Fletjið út, raðið álegginu á og setjið það á pizzagrind eða beint á grillið, gæti verið hægt að nota álpappír undir líka. 

Pizzan er síðan grilluð í 10-12 mínútur.

 

Gott að bera fram með ruccola salati.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir