- +

Ger- og hveitilaus ostapizza

Hveiti og gerlaus pizzabotn:
2 stk. egg
2 msk. rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn, 2-3 msk.
1 msk. Husk
2 tsk. pizzakrydd

Álegg:
Dala Camembert
Gráðaostur frá MS
Piparostur frá MS
Hreinn rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn

Jarðarberjasulta, sykurlaus:
1 bolli jarðarber, fersk eða frosin
1 msk. chia
1 msk. heitt vatn
2 tsk. sukrin melis (má sleppa)
1 msk. sítrónusafi

Aðferð:

Setjið hráefni fyrir botninn í hátt glas eða box og blandið vel saman með töfrasprota eða setjið í blandara.

Setjið í sílikonform sem er 9 tommur að stærð,eða um 22 cm. 

Bakið á 200 gráðum í 10-15 mínútur eða þar til pizzabotninn fer aðeins að lyfta sér.

Takið botninn úr ofni og smyrjið sykurlausri pizzusósu yfir.

Dreifið rifnum osti yfir.

Skerið ostana í litla bita og dreifið yfir pizzuna.

Bakið áfram í 5-10 mínútur eða þar til rifni osturinn er gylltur.

 

Og fyrir þá sem vilja sultu með til hliðar.

Allt sett í skál og blandað með töfrasprota eða nota aðrar græjur sem henta.

Þegar búið er að blanda setja í krukku og loka og inn í ísskáp eða eins og í þessu tilfelli njóta með pizzunni.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir