- +

Frönsk pizza

Innihald:
Pizzadeig eða smjördeig (best að kaupa tilbúið þunnt í rúllu)
Ólífuolía
Sýrður rjómi frá Gott í matinn
Rifinn ostur frá Gott í matinn
Laukur, fínt skorinn í sneiðar
Beikon, smátt skorið og steikt
Svartar ólífur
Óðals Ísbúi eða Óðals Jarl

Aðferð:

Frönsk pizza, Pissaladiére er ættuð frá suður Frakklandi. Botninn er mitt á milli þess að vera pizzabotn og smjördeig. Pissaladiére er yfirleitt með mjúkum eða sultuðum lauk, svörtum ólífum, ansjósum og góðum ostum.

 

Deig er valið eftir hentugleika en smjördeig í rúllu (þetta eins og pizzudeigið) er næst því sem það á að vera. Smyrjið ofnplötu eða skúffu (má setja smjörpappír og olíu á hann) með ólífuolíu og takið deigið í sundur. Dreypið olíu sömuleiðis ofan á deigið.

 

Hrærið saman dós af sýrðum rjóma og hálfan poka af rifnum osti. Dreifið úr blöndunni yfir botninn. Hér má líka eingöngu nota sýrðan rjóma og sleppa ostinum. Dreifið úr smátt söxuðu beikoni yfir blönduna.

 

Mýkið fínt saxaðan lauk í olíu á pönnu þar til hann fær á sig glæran tón. Dreifið úr lauknum á botninn. Þá ólífum. Rífið gróft Óðals Ísbúa eða Óðals Jarli og stráið yfir, það á ekki að vera mikill ostur yfir pizzuna. Osturinn er bragðsterkur og hann má ekki vera yfirþyrmandi.

 

Bakið við 180 gráður þar til botninn er bakaður og osturinn bráðinn. Takið úr ofninum og skerið í kassa. Berið fram. Hentar við ýmis tilefni.

 

Höfundur: Halla Bára og Gunnar