- +

Doritos pizza

Innihald:
1 stk. pizzadeig, keypt í búð eða heimatilbúið
1 poki rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
pítsusósa eftir smekk
200 g rjómaostur til matargerðar, eða eftir smekk
jalapeno eftir smekk
150 g maísbaunir, eða eftir smekk
Doritos flögur, eftir smekk
salsa sósa

Aðferð:

Fletjið pizzadeigið út og setjið pizzusósu ofan á.

Hellið rifnum osti yfir botninn.

Dreifið maísbaunum yfir ostinn.

Raðið jalapenosneiðum á pizzuna, en magnið fer eftir smekk hvers og eins.

Brjótið niður Doritos flögur að eigin vali og dreifið yfir pizzuna.

Setjið klípur af rjómaosti á víð og dreif yfir pizzuna.

Setjið nokkrar skeiðar af salsa sósu að eigin vali á víð og dreif.

Bakið í ofni við 200°C í 15 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður og botninn tilbúinn.

 

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir