Menu
Pestóstangir með ostaídýfu

Pestóstangir með ostaídýfu

Frábærar í kvöldmatinn, sem smáréttur á veisluborðið eða í saumaklúbbinn.

Athugið að það má einnig kaupa tilbúið pizzadeig, 2 botna.

Innihald

6 skammtar

Deig:

hveiti
þurrger
salt
volgt vatn
ólífuolía

Ostur og fylling:

Dala hringur
rautt pestó
hráskinka
hvítlauksrif
rifinn parmesanostur
egg til penslunar
ólífuolía
óreganó

Deig

  • Blandið öllum þurrefnunum saman í hrærivélarskálina.
  • Notið krókinn til að hnoða og hellið vatninu og matarolíunni saman við og blandið vel.
  • Hnoðið svolitla stund og þegar deigið hringast upp á krókinn er það tekið úr skálinni og hnoðað stutta stund í höndunum.
  • Því næst er það sett í stóra skál sem búið er að pensla með matarolíu og plast sett yfir og leyft að hefast í eina klukkustund.
  • Hitið þá ofninn í 185° C.
Deig

Samsetning

  • Skiptið deiginu til helminga og fletjið út hringi sem eru um 35 cm í þvermál (ég notaði trébakka til að skera út eftir).
  • Leggið fyrri hringinn á ofnplötu með bökunarpappír og komið Dala hringnum fyrir á miðju deigsins í litlu eldföstu móti. Einnig má móta form úr álpappír og klæða það síðan að innan með bökunarpappír og leggja ostinn þar ofan í.
Samsetning

  • Penslið deigið með vel af pestó og skerið hráskinkuna niður í strimla sem raðað er eins og sólargeislum þétt út frá ostinum (ég skipti niður í 20 hluta en það er í lagi að hafa aðeins fleiri/færri).
  • Skerið gat í miðjuna á seinna hringlaga deiginu ykkar og lyftið því varlega ofan á hitt svo osturinn standi áfram upp úr í miðjunni, togið það til þar til það passar akkúrat ofan á hitt.
  • Skerið á milli skinkustrimlanna til þess að aðskilja stangirnar, snúið upp á hvern bút og reynið að hafa jafnt á milli þeirra.

  • Penslið pestóstangirnar með pískuðu eggi.
  • Skerið hvítlauksrifið niður og stingið hér og þar í ostinn, penslið hann með ólífuolíu, rífið parmesanost yfir og setjið því næst oregano yfir.

  • Bakið í ofninum í 10-15 mínútur eða þar til pestóstangirnar fara að gyllast.
  • Takið út og dýfið nýbökuðum pestóstöngum í bráðinn ostinn.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir