- +

Tagliatelle með paprikusósu

Innihald
400 g ósoðið þurrkað Tagliatelle
1 stk rauð papríka
1 stk græn papríka
1 stk appelsínugul papríka
2 stk hvítlauksgeirar
½ búnt steinselja
2 dl vatn
2½ dl rjómi
ólífuolía
salt og pipar
grænmetiskraftur
cayennepipar

Aðferð:
Skerið paprikurnar gróft niður og steikið án þess að brúna í ólífuolíu. Bætið í hvítlauknum, vatninu og rjómanum. Sjóðið undir loki við vægan hita í 20 mínútur. Sigtið þá vökvann frá yfir í annan pott og maukið paprikuna vel í blandara með smá ólífuolíu. Sigtið aftur út í vökvann og bragðbætið með salti, pipar, grænmetiskrafti og ögn af cayennepipar, endið á að bæta saxaðri steinseljunni í sósuna. Sjóðið pastað og berið fram með sósunni brauð og ólífuolíu.

Höfundur: Klúbbur matreiðslumeistara