- +

Spaghetti með sveppum og hvítlauk

Innihald
300 g sveppir
½ stk laukur
2 sneiðar beikon
4 stk hvítlauksgeirar
2 dl mjólk
2 dl rjómi
1 dl vatn
100 g rjómaostur
salt og pipar
kjötkraftur
steinselja
parmesan
ólífuolía

Aðferð:
Saxið laukinn og skerið sveppina í tvennt eða fernt. Steikið hvorutveggja í ólífuolíu á pönnu ásamt smátt skornu beikoninu. Hellið rjóma, mjólk og vatni á pönnuna og látið sjóða við vægan hita. Bætið rjómaostinum við ásamt hvítlauknum, bragðbætið með salti, pipar og smá kjötkrafti. Þykkið með smáveigis af Maisenamjöli úthrærðu í köldu vatni. 
Sjóðið spaghetti og berið fram í skál og sósuna til hliðar. Hafið ferskan rifinn Parmesan í skál, ólífuolíu á flösku og piparkvörn með svörtum pipar á borðinu.

Höfundur: Klúbbur matreiðslumeistara