Menu
Spagettí með mozzarella og tómötum

Spagettí með mozzarella og tómötum

Einfaldur og virkilega góður pastaréttur þar sem vel þroskaðir litlir og sætir tómatar blandast mozzarellaosti, ferskri basilíku og pasta. Dýrðleg blanda. Græn, rauð og hvít. Í staðinn fyrir pasta má vel blanda fersku salati saman við tómata, ost og basilíku. Setja á gott súrdeigsbrauð eða borða eitt og sér.

Innihald

4 skammtar
litlir tómatar, t.d. kirsuberja eða piccolo
ólífuolía
hvítlauksrif, söxuð
sítróna, rifinn börkur af einni sítrónu
rautt chili, saxað
sjávarsalt og svartur pipar
balsamikedik
ferskt spagettí, eða hefðbundið þó ferskt sé betra
stórar mozzarellakúlur, saxaðar
ristaðar furuhnetur
rífleg handfylli af basilíku, gróft söxuð
parmesanostur

Skref1

  • Setjið tómatana á álpappir og brjótið upp á kantana.

Skref2

  • Hellið ólífuolíu yfir.
  • Saltið og piprið.
  • Dreifið hvítlauki, chillí og sítrónuberki yfir.
  • Grillið á háum hita í um 10 mínútur.
  • Takið af grillinu og hellið balsamikedikinu yfir.
  • Geymið.

Skref3

  • Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum og blandið síðan saman við tómatana, mozzarellaostinn, furuhneturnar og basilíkuna.
  • Saltið og piprið ef þurfa þykir.
  • Berið strax fram með ferskum Goðdala Feyki eða parmesanosti.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir