- +

Spagettí carbonara með pylsum

Innihald
500 g spagettí
4 stk meðalstórar gæðapylsur; ítalskar pylsur, kryddpylsur, chorizo-pylsur, skornar í bita
ólífuolía
3 stk eggjarauður
1 stk egg
3 dl rjómi
1 dl pastasoð
50 g rifinn parmesanostur
salt og svartur pipar

Aðferð:

Skerið pylsurnar í bita og steikið á pönnu í örlítilli ólífuolíu. Sjóðið spagettí skv. leiðbeiningum á pakka. Munið af halda hluta af pastavatninu.

Hrærið saman eggjarauður, egg, rjóma og parmesanost og saltið örlítið og piprið blönduna.

Þegar pastað er soðið og það hefur verið látið renna vel af því er það sett í skál eða aftur í pottinn. Pylsurnar eru hrærðar saman við það og olían af pönnunni látin fljóta með. Eggjablöndunni er hellt yfir og öllu blandað varlega saman. Þá er pastavatninu hellt yfir og áfram er blandað vel. Pastavatnið losar um eggjablönduna og mýkir réttinn.

Berið strax fram með rifnum parmesanosti.

*Það er gott að nota ólíkar pylsur. Spænskar chorizo eru harðari en aðrar og þær er gott að nota með, 1 stk, á móti kryddpylsum og ítölskum. Af pylsunum kemur mjög góð kryddolía sem er nauðsynleg yfir spagettíið.

 

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson