- +

Pastasalat með ljúffengum ostum

Innihald:
500 g pastaskrúfur
½ tsk salt
1 msk olía
½ stk púrrulaukur
1 bréf skinka
1 stk Mexíkóostur
1 stk piparostur
1 stk paprikuostur
1 dós sýrður rjómi frá Gott í matinn (10%)
5 msk majónes
salt og pipar
sítrónupipar


Aðferð:

Setjið vatn í pott og sjóðið þar til suðan er komin upp. Setjið pastaskrúfurnar ofan í pottinn ásamt salti og olíu. Sjóðið eftir leiðbeiningum utan á pakkanum (um 10 mín). Passið ykkur að sjóða pastað ekki of mikið. Takið pastað úr pottinum og látið kalt vant renna yfir það svo það kólni alveg. Gott er sigta pastað vel og setja í skál. Skerið púrrulaukinn gróflega niður og setjið í matvinnsluvél og hakkið mjög smátt. Skerið ostana í litla teninga ásamt skinkunni. Blandið öllu saman við pastaskrúfurnar og hrærið vel. Hrærið sýrðan rjóma og majónes saman og blandið saman við pastað. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Ef ykkur finnst pastað of þurrt er gott að bæta við majónesi eða sýrðum rjóma. Kryddið með salti, pipar og sítrónupipar. Gott er að byrja á því að setja lítið krydd og smakka svo þess á milli. Geymist í kæli þar til borðið fram.

 

 

Einstaklega ferskt og gott pastasalat, gott með brauði, sem meðlæti eða bara eitt og sér. Slær alltaf í gegn í afmælisveislum og er bæði fljótlegt og gott. 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir