Menu
Pasta með ostahjúpuðum kjúklingalundum og mozzarella

Pasta með ostahjúpuðum kjúklingalundum og mozzarella


Innihald

4 skammtar
kjúklingalundir
hrein jógúrt
brauðmylsna, gerð úr brauðteningum með ítölsku kryddi
parmesanostur, rifinn
sjávarsalt og svartur pipar
smjör
pasta
hvítlauksrif
balsamikedik
ólífuolía
ítölsk steinselja eða basilíkum
litlar mozzarellakúlur, skornar í fernt

Meðlæti

parmesanostur
sítrónubátar

Aðferð

  • Byrjið á því að láta lundirnar liggja í jógúrtunni í 30 mínútur. Á meðan myljið þið brauðteninga í matvinnsluvél, eins er hægt að setja þá í poka og berja með kökukefli. Næst er osturinn rifinn og honum blandað saman við brauðmylsnuna. Saltið örlítið en piprið vel. Setjið á fat og leggið til hliðar.
  • Næst er sósan fyrir pastað útbúin. Merjið hvítlauksrif með 1 tsk af sjávarsalti. Bætið balsamik edikinu saman við og hellið ólífuolíu smátt og smátt saman við í mjórri bunu á meðan þið pískið ákaft. Úr þessu verður þykk og bragðgóð salatsósa. Sósan er loks pipruð vel en hún hentar líka vel með fersku salati og þá sérstaklega ef beikon og kjúklingur er í því.
  • Hitið vatn í potti fyrir pasta, t.d. penne pasta. Á meðan vatnið er að hita er gott að nota tímann og saxa steinseljuna og skera mozzarellakúlurnar í bita. Síðan er ofninn stilltur á 260°C. Bræðið 3 msk af smjöri og þá er hafist handa við að útbúa kjúklingalundirnar. Takið mestu jógúrtina af þeim með höndunum og veltið hverri lund fyrir sig upp úr osta-brauðmylsnublöndunni. Leggið þær næst á ofnplötu sem búið er að smyrja með örlitlu af bræddu smjöri, restinno af smjörinu er hellt yfir lundirnar þegar þær eru allar komnar á ofnplötuna. Hafið lundirnar í 12 mínútur inni í ofni og látið þær svo bíða í smá stund áður en þær eru skornar niður í bita.
  • Á meðan lundirnar eru í ofninum er pastað soðið og því síðan velt upp úr sósunni og steinselju og að lokum var ostinum blandað saman við. Pastað er loks sett á hugglegt fat og kjúklingabitunum góðu raðað ofan á.
  • Borið fram með parmesanosti og sítrónubátum, en það er algjörlega ómissandi að kreista sítrónusafa yfir réttinn.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir