- +

Pasta með léttostasósu og grænmeti

Pasta
Salt og pipar
500 g pasta að eigin vali
2 msk smjör
200 g brokkólí
200 g sveppir
200 g paprika
2 tsk hvítlauksgeirar
5 dl matreiðslurjómi
1 askja léttur smurostur að eigin vali

Aðferð:
Steikið grænmetið á pönnu í smjörinu. Setjið hvítlaukinn saman við og bætið í matreiðslurjómanum. Setjið léttostinn saman við og sjóðið vel saman. Bætið í pastanu og hitið.

Höfundur: Árni Þór Arnrósson