- +

Pasta í ostasósu með ofnbökuðum tómötum, beikoni og baunum

Hráefni
250 g kirsuberjatómatar
ólífuolía
sjávarsalt og svartur pipar
handfylli af ferskri basilíku og smá aukalega
500 g tagliatelle
350 g beikon
7½ dl rjómi
200 g parmesanostur, rifinn
5 dl frosnar grænar baunir, þiðnar

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 200°.

2. Setjið tómatana heila í eldfast form eða á ofnplötu klædda bökunarpappír. Skvettið smá ólífuolíu yfir. Saltið og piprið. Rífið síðan basilíku gróflega og sáldrið yfir. Bakið í 15 mínútur.

3. Byrjið að sjóða pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

4. Steikið beikon á pönnu upp úr örlítilli ólífuolíu. Hellið rjómanum yfir og setjið parmesanostinn saman við. Látið malla á mjög vægum hita í 10 mínútur. Saltið og piprið eftir smekk. Setjið loks baunirnar saman við þegar pastað er tilbúið.

5. Leggið pastað á fat og hellið sósunni yfir. Blandið varlega saman. Dreifið tómötunum yfir og sáldrið saxaðri basilíku yfir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir