- +

Osta- og tómatbakað pasta

Innihald:
4 dl rjómi eða helmingur rjómi og helmingur mjólk eða matreiðslurjómi
1 dós niðursoðnir saxaðir tómatar
50 g rifinn Piparostur
50 g rifinn Mexíkóostur
20 g rifinn gráðaostur
½ poki rifinn mozzarellaostur (hálfur til heill poki)
2 msk rjómaostur
ögn af salti
ögn af svörtum pipar
nokkur fersk basilblöð ef þau eru til
400 g pasta (penne, skrúfur eða fiðrildi)
smjörklípur eftir smekk

Aðferð:

1. Stilltu hitann á ofninum á 220°C.

2. Láttu vatn í pott til að sjóða pasta í. Athugið að pastað á aðeins að sjóða í um 4 mínútur. Það klárast að sjóða síðar í ofninum.

3. Blandaðu öllu hráefninu (en ekki pasta og smjöri) saman í skál.

4. Þegar pastað er búið að sjóða í um 4 mínútur hellir þú því í sigti en síðan í skálina með ostunum og því öllu - hrærðu til að allt blandist vel saman.

5. Helltu í ofnfast mót, dreifðu aðeins af rifnum osti yfir og bakaðu í sjóðheitum ofninum í mögulega 8-12 mínútur þar til það er kraumandi.

6. Berðu þessa dásemd fram með fallegu salati eða bara eina og sér.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal