- +

Heimalöguð tómatsósa með salami og kjúklingabaunum

Innihald:
½ stk rauðlaukur, saxaður
3 msk ólífuolía
salami, sjá skýringu
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 dós kjúklingabaunir, mega vera niðursoðnar
salt og svartur pipar
1 tsk sykur

Aðferð:

Mýkið lauk í olíu í potti eða á djúpri pönnu, bætið salamibitum saman við og látið malla í 5 mínútur, hrærið reglulega í á meðan. Varðandi salami þá má kaupa það niðursneitt í áleggsbréfi eða heila pylsu. Ég nota pylsu til að fá stærri bita og gera réttinn meira djúsí. Í þetta magn þarf um 7 cm af pylsunni, hún er sneidd niður og skorin í bita. Um eitt áleggsbréf.

Hellið tómötum í pottinn sem og baunum. Látið sósuna malla á vægum hita í 10-20 mínútur án þess að hafa lok yfir pottinum. Þannig nær hún að þykkna og ná þessum sælkeraeiginleikum. Sykrið, þessu má sleppa en ég tek fram að það er oft mjög gott að setja örlítinn sykur í tómatsósur. Saltið og piprið. Berið loks fram með uppáhaldspastanu og rifnum parmesanosti. 

Höfundur: Halla Bára og Gunnar