- +

Haust sveppabaka

Baka
1 pakki wewalka bökudeig
300 gr blandaðir sveppir
1 stk rauðlaukur
200 gr gratínostur
3 egg
2 dl matreiðslurjómi

 

Aðferð:
Finnið til fjögur form sirka 12x12 cm og sirka 3-5 cm djúp. Skerið deigið í fjóra hluta og þrýstið í formin.
Steikið sveppina og rauðlaukinn. Kryddið með salti og pipar. Blandið saman sveppum, rauðlauk, matreiðslurjóma, eggjum og rifnum osti. Hellið blöndunni í skálarnar með deiginu.

Bakið við 165°C í sirka 30 mínútur. Berið fram með góðu nýbökuðu brauði og blönduðu salati.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson