- +

Gratínerað kjúklingapasta

Tómatsósa
400 g saxaðar tómatar
1 stk gulur laukur, smátt skorinn
1 stk hvítlauksrif
fersk basilíka eftir smekk
ólífuolía
salt eftir smekk og ef þið viljið, örlítið af sykri
500 g pasta (penne eða skrúfur)

Kjúklinga- og beikonsósa:
500 g kjúklingur, steiktur og smátt skorinn
100 g beikon, smátt skorið
1 stk gulur laukur, smátt skorinn
1 stk hvítlauksrif
1 krukka sólþurrkaðir tómatar (lítil krukka)
1 poki steinselja, smátt skorin
1 stk grænmetisteningur (1-2 stk)
1 stk egg
1 dl brauðmylsna
250 g mozzarella, smátt skorinn
200 g rjómaostur
salt, svartur pipar og chiliflögur eftir smekk
rifinn parmesan- og gratínostur eftir smekk

Aðferð:

Ofnhiti 200°C

Hitið ofninn.

Setjið vatn í pott og sjóðið pastað „al dente“ samkvæmt leiðbeiningum.

Byrjið á tómatsósunni. Hitið olíuna og steikið laukinn og hvítlaukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið tómat, basil og salti saman við. Lækkið hitann og bætið sykri við. Takið af hitanum og setjið til hliðar.

Skerið beikonið smátt og steikið á pönnu.

Á meðan skerið þið lauk, kjúkling og steinselju smátt og bætið því saman við beikonið.

Hellið sólþurrkuðu tómötunum út í.

Lækkið hitann og látið steikjast í nokkrar mínútur.

Sláið egginu saman með gaffli og hrærið því saman við ásamt brauðmylsnu.

Smakkið til með grænmetisteningi, salti og pipar.

Skerið mozzarellakúluna í tvennt og látið renna af henni. Skerið kúluna í bita.

Smyrjið eldfast mót með olíu. Hellið um helmingi af pastanu í formið, næst er kjúklingasósan lögð yfir og tómatsósunni hellt yfir. Mozzarella-molum er stráð yfir sósuna ásamt rjómaostinum sem er lagður hér og þar með skeið. Stráið rifnum parmesanosti yfir.

Setjið afganginum af pastanu ofan á og bætið (ef þið viljið) meira af rifnum parmesan og jafnvel rifnum gratínosti yfir.

Gott er að setja álpappír yfir réttinn á meðan hann bakast en fjarlægja hann svo í lokin.

Bakið í ofninum í um 20 mínútur. 

Stráið afganginum af steinseljunni yfir áður en rétturinn er borinn fram.

Það er frábært að bera fram gott salat með þessum rétti, t.d. klettasalat, tómata, saxaðar döðlur og mangó. 

Höfundur: Theodóra J. Sigurðard. Blöndal