- +

Grænmetis heilhveitipasta með smurosta chilisósu

Pasta
Salt og nýmulinn svartur pipar
500 g heilhveitipasta
50 g smjör
250 g sveppir
100 g rauðlaukur
150 g brokkólí
150 g rauð paprika
1 stk grænt chili saxað fínt
300 g soðnar kjúklingabaunir
3 dl matreiðslurjómi
250 g smurostur Tex mex

 

Aðferð:
Sjóðið heilhveitipasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Athugið mjög gott er að kæla pastað eftir suðu áður en það er sett saman við sósuna. Skerið grænmetið í bita mega vera ágætlega stórir. Steikið grænmetið í smjöri á pönnu og kryddið með salti og pipar. Bætið við soðnum kjúklingabaunum. Hellið matreiðslurjómanum yfir og látið suðuna koma upp bætið þá í smurosti Tex mex. Látið ostinn bráðna vel saman við og hitið loks pastað í sósunni berið fram með góðu brauði.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson