- +

Fettucine með humri og hörpuskel

Innihald
300 g skelflettur humar
300 g hörpuskelfiskur
30 g þurrkaðir villisveppir
4 stk skalotlaukar
1 stk rauð papríka
1 peli rjómi
2 dl mjólk
2 msk rjómaostur
súputeningar
grænmetiskraftur
300 g þurrkað fettucine
ólífuolía
salt og nýmalaður svartur pipar

Aðferð:

Leggið villisveppina í bleyti í heitt vatn. Saxið laukinn og paprikuna. Hitið olíu á pönnu og steikið humarinn og hörpuskelina, stráið salti og pipar. Takið af pönnunni og bætið á olíu. Steikið laukinn og paprikuna án þess að brúna, veiðið sveppina upp úr vatninu, saxið og bætið á pönnuna. Hellið mjólk og rjóma á pönnuna og bætið rjómaostinum við. Kryddið með salti og pipar og smakkið til með súputening og grænmetiskrafti. Þykkið með ögn af sósujafnara. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka. Bætið skelfisknum í sósuna og látið sjóða í 2-3 mínútur. Berið strax fram með brauði og íslensku smjöri.

Höfundur: Klúbbur matreiðslumeistara