- +

Bökuð spínateggjakaka fyllt með kotasælu

Fylling
ögn af kajenpipar
salt og svartur pipar
1 rauð paprika
500 gr kotasæla
1 msk fersk steinselja, fínt söxuð (1-2 msk)

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Smyrjið ferkantað mót, um 22 x 35 cm, með smjöri að innan. Leggið smjörpappír í botninn á mótinu. Skolið ferskt spínat eða látið það frosna þiðna. Setjið ferskt spínat í stóran pott, sjóðið við hægan hita í 5 mínútur og látið svo renna af því allan vökva (eða kreistið vatnið úr þiðnaða spínatinu). Bræðið smjörið í potti og steikið laukinn í 5–7 mínútur, þar til hann verður glær. Bætið hveitinu út í og látið krauma í 1–2 mínútur. Hellið mjólkinni smátt og smátt saman við og bakið upp sósuna. Látið malla í 2–3 mínútur. Sósan á að vera vel þykk. Saltið og piprið eftir smekk. Takið pottinn af hitanum. Saxið spínatið og setjið það út í sósuna ásamt rifna ostinum. Hrærið eggjarauðurnar saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið þeim varlega út í spínatjafninginn. Hellið jafningnum í mótið og bakið í 25–30 mínútur.
 
Blandið fyllinguna á meðan eggjakakan bakast. Fínsaxið paprikuna og blandið henni saman við kotasæluna. Setjið ögn af cayenne-pipar, salt, svartan pipar og steinselju saman við. Látið eggjakökuna kólna alveg áður en fyllingunni er smurt jafnt yfir hana. Rúllið eggjakökunni þétt upp og losið smjörpappírinn varlega af um leið. Skerið rúlluna niður í sneiðar og leggið þær á diskana. Berið fram með t.d. kúskússalatinu sem er hér til hliðar, jógúrtsósunni á bls. 4 og einföldu salati með Dala fetaosti.
 
 

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir