- +

Baka með tómötum og Óðals Búra

Innihald:
1 pakki smjördeig
1 egg
5 stórir vel þroskaðir tómatar og nokkrir litlir kirsuberjatómatar
4 skallottulaukar, skornir í þunnar sneiðar
1 msk. ferskt timían eða 1 tsk. þurrkað
2 msk. smjör
150 g Óðals Búri, rifinn
50 g parmesan ostur, rifinn
2 msk. Dijon sinnep
Sjávarsalt í flögum og nýmalaður svartur pipar

Aðferð:

1. Hitið ofn í 190 gráður með blæstri. Leggið smjördeigið í lausbotna pæ- eða kökuform og gætið þess að þekja vel botninn og upp á hliðarnar. Stingið með gaffli mörg göt í botninn og penslið með pískuðu eggi. Bakið í 15 mínútur. 

2. Skerið tómatana í sneiðar og setjið í skál, stráið 2 tsk. af salti yfir tómatana, blandið saman og látið liggja í skálinni í amk. 10 mínútur.  

3. Steikið laukinn á pönnu við meðalhita þar til hann mýkist. Kryddið með salti, pipar og timían. Steikið í um það bil 10 mínútur eða þar til hann dekkist aðeins. 

4. Smyrjið botninn á bökuðu smjördeiginu með Dijon sinnepinu, stráið því næst ostinum jafnt yfir og svo steiktum lauknum.

5. Hellið umfram vatninu af tómötunum og leggið þá á eldhúspappír og þerrið vel. Raðið tómötunum svo fallega yfir ostinn og laukinn og stráið smá timían yfir. 

6. Lækkið hitann á ofninum í 170 gráður og bakið í 45 mínútur, eða þar til smjördeigið er fallega gyllt og tómatarnir vel bakaðir. Berið fram strax, bakan er líka mjög góð við stofuhita.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir