Menu

Innihald

1 skammtar
dós smurostur skinkumyrja
sýrður rjómi frá Gott í matinn
majones
rjómi frá Gott í matinn
hrært egg
Salt og pipar
Paprikukrydd
Aromat
ostar að eigin vali. T.d. Dala Brie, Dala Auður, paprikuostur, Óðals Búri
Vínber
Rauð paprika, söxuð
Vorlaukur, smátt saxaður
Rifinn ostur frá Gott í matinn
Tartalettur

Aðferð

  • Hitið ofn í 200 gráður. Hrærið saman skinkumyrju, sýrðum rjóma, majonesi og rjóma þar til mjúkt og kekkjalaust. Hrærið egg og hellið því út í. Hrærið allt saman í áferðarfallega blöndu. Kryddið eftir smekk.
  • Skerið ost sem þið veljið ykkur að nota, í pena og huggulega bita. Hrærið þá saman við smurostsblönduna.
  • Skerið vínber í tvennt eða fernt, allt eftir stærð þeirra. Skerið papriku og vorlauk smátt ef þið kjósið að nota það hráefni með. Hrærið í smurostsblönduna.
  • Þessi blanda á að duga ágætlega í einn pakka af tartalettum. Ausið blöndunni í hverja tartalettu og stráið rifnum osti yfir. Alltaf betra að hafa frekar meira af henni en minna í tartalettunum. Setjið í heitan ofn og bakið þar til ostablandan er vel heit, bubblar meðfram hliðunum og osturinn að ofan er orðinn gullinbrúnn. Berið fram heitt.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir