- +

Rjómaostakúla með trönuberjum og pistasíum

Innihald:
400 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
50 g trönuber
1 bolli pistasíuhnetur
2 msk. dijon sinnep
2 tsk. hvítlauksduft

Aðferð:

Skurninn er tekinn utan af pistasíunum og þær muldar með hníf.

Öðru er blandað saman í skál og hnoðað í kúlu.

Kúlunni er síðan velt upp úr pistasíunum.

Borið fram með kexi.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir