- +

Ostasalat

Innihald
1 stk Mexíkóostur
1 stk Hvítlauksostur
1 dós sýrður rjómi, 18%
1 stk púrrulaukur
1 stk rauð paprika, lítil
1 stk græn paprika, lítil
vínber eftir smekk

Aðferð:

Allt skorið í litla bita og sýrða rjómanum bætt við að lokum. Ef þið viljið hafa salatið blautara er hægt að bæta smá hreinni jógúrt eða grískri jógúrt við. 

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir