- +

Ostasalat

Innihald:
1 Mexíkóostur
1 Hvítlauksostur
180 g Sýrður rjómi frá Gott í matinn (1 dós)
1½ msk. Grísk jógúrt frá Gott í matinn
1 Rauð papríka, smátt söxuð
¼ Blaðlaukur, smátt saxaður
Rauð vínber, magn eftir smekk

Aðferð:

Hrærið sýrðum rjóma og grískri jógúrt saman.

Skerið ostana í litla bita og blandið saman við sósuna.

Skerið papriku og blaðlauk smátt og blandið saman við. Skerið að lokum nokkur vínber, magn fer eftir smekk.

Blandið þeim saman við og hrærið vel í salatinu.

Salatið er betra ef það fær að standa í nokkrar klukkustundir í ísskápnum áður en það er borið fram.

 

Höfundur: Eva Laufey Kjaran