- +

Ostafylltir aspasvasar með Óðals Ísbúa

Innihald
24 stk. aspasstilkar, litlir*
1 msk. ólífuolía
gott salt og pipar
1 stk. smjördeig**
1 stk. Óðals Ísbúi, rifinn***
8 sneiðar hráskinka
1 stk. egg, hrært

* helst lítill aspas, ef stór skerið þvert til að hafa hvern stilk þynnri, þá 12 stk.

** smjördeig fæst í litlum, frosnum plötum í pakka, einnig ófrosið í rúllu - uppskriftin gerir ráð fyrir 8 vösum og þeir nást úr þessum plötum eða rúllu.

*** Óðals Ísbúi er mjög góður í þessa uppskrift en það má mæla með Tindi, Cheddar, Gouda eða hverjum öðrum Óðalsosti sem er.

 

Aðferð:

1. Hitið ofn í 200 gráður. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.

2. Fletjið aðeins út smjördeigið á hveitistráðu borði. Skerið út úr því ferninga sem eru um 10x10 cm á stærð.

3. Snyrtið aspasinn, skerið neðri endann af honum. Setjið á fat og hellið yfir hann ólífuolíu, stráið salti og pipar yfir og nuddið vel saman.

4. Brjótið hverja hráskinkusneið saman og leggið á hvern smjördeigskassa. Þá fer aspasinn yfir skinkuna, horn í horn, fjórir stilkar fyrir hvern vasa.

5. Stráið rifnum osti yfir aspasinn þannig að töluvert sé af honum., um 2 msk.

6. Brjótið hornin á smjördeiginu yfir aspasinn og lokið vasanum. Smyrjið með hrærðu eggi og saltið aðeins og piprið.

7. Setjið í ofn og bakið í um 12-15 mínútur. Berið fram heitt en ekki verra þegar farið að kólna aðeins.

 

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir